Frá því í júlí 2011 hafa allir leigubílar sem aka frá Arlandaflugvelli við Stokkhólm þurft að uppfylla skilgreiningu stjórnvalda á grænum bílum. Nú hyggst Swedavia sem sér um rekstur flugvallarins hins vegar ganga skrefi lengra til að ýta undir orkuskipti í samgöngum. Framvegis fá leigubílar sem ganga fyrir visthæfu eldsneyti forgang í biðröðinni utan við flugvöllinn, umfram hina „grænu leigubílana“.
(Sjá nánar í fréttatilkynningu Swedavia 21. sept. sl).