Svansmerktar íbúðir í Kaupmannahöfn fá Óskarsverðlaun byggingariðnaðarins

MIPIM_160Verktakafyrirtækið NCC tók fyrir helgi við MIPIM-byggingarverðlaununum fyrir Svansmerktar íbúðir sem fyrirtækið hefur byggt við Krøyers Plads í Christianshavn í Kaupmannahöfn. Verðlaunin eru veitt í Cannes einu sinni á ári og eru oft kölluð Óskarsverðlaun byggingariðnaðarins. NCC fékk verðlaun í flokknum „Þróun íbúðahverfis“ bæði fyrir áherslur sínar á sjálfbærni verkefnisins og arkitektúr, en meðal keppinautanna voru verkefni frá Dubai, Sydney og Stavanger.
(Sjá frétt NCC 13. mars).