Framleiðsla hafin í stærsta vindorkuveri Afríku

AshegodaSíðastliðinn laugardag hófst raforkuframleiðsla í Ashegoda vindorkuverinu í Eþíópíu, en í þessu stærsta vindorkuveri Afríku eru 84 vindmyllur með samtals 120 MW uppsett afl. Framkvæmdir á svæðinu hófust árið 2009 og var heildarkostnaður við þær um 210 milljónir evra (tæpir 35 milljarðar ísl. kr.). Raforkuframleiðsla í Eþíópíu byggist að langmestu leyti á vatnsafli en stjórnvöld vilja auka fjölbreytnina, m.a. til þess að vera minna háð úrkomu. Auk vindorku eru uppi stór áform um nýtingu jarðvarma, m.a. í samstarfi við íslensk-ameríska fyrirtækið Reykjavík Geothermal.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).