Agnir úr menguðu lofti finnast í fylgjum

Vísindamenn hafa fundið agnir úr menguðu lofti í fylgjum. Áður hafði verið sýnt fram á að loftmengun eykur verulega líkurnar á fyrirburafæðingum og lágri fæðingarþyngd, með tilheyrandi heilsutjóni síðar á ævinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt tengsl á milli loftmengunar og skertrar starfsemi heilans. Hins vegar hefur ekki áður verið sýnt fram á að agnir berist með blóði frá lungum í fylgju. Það að agnirnar finnist í fylgjunni þarf ekki endilega að þýða að þær berist í fóstrið, en það telst þó líklegt. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að verðandi mæður, og reyndar fólk yfirleitt, forðist stórar umferðargötur og aðra staði þar sem loftmengun er mikil.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

Færðu inn athugasemd