Sala á lífrænt vottuðum matvörum í Bretlandi var 4% meiri á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að matvörumarkaðurinn hafi almennt átt mjög erfitt uppdráttar vegna mikilla þurrka og uppskerubrests. Þetta er 7. árið í röð sem sala á lífrænum matvörum vex og er heildarvelta þessarar sölu í breskum stórmörkuðum nú um 2,2 milljarðar sterlingspunda á ári (rúmlega 300 milljarðar ísl. kr.). Mest var söluaukningin í alls konar lífrænt vottuðu sælgæti og sérvöru, 27,8%, en þar á eftir kom lífrænt vottað vín og bjór með 8,7% aukningu.
(Sjá frétt The Guardian í dag).