Heildarverðmæti grænna skuldabréfa á markaði var samtals 155,5 milljarðar Bandaríkjadala í árslok 2017 (um 16.135 milljarðar ísl. kr.), eða um 78% hærra en það var ári fyrr, að því er fram kemur í nýrri greiningu Climate Bonds Initiative. Fjárfestingar í endurnýjanlegri orku voru sem fyrr algengasti tilgangur skuldabréfaútgáfunnar (um 33%), en vægi verkefna í byggingariðnaði og bættri orkunýtni fer mjög vaxandi. Sama má segja um ýmis verkefni í tengslum við kolefnisgrannar samgöngur. Gert er ráð fyrir að í árslok 2018 verði heildarverðmæti grænna skuldabréfa komið í 250-300 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar a.m.k. 60% aukningu milli ára.
(Sjá frétt Investorideas.com 10. janúar).