Grænasta sjúkrahús heims rís í Grønneköpingki

Frá og með miðju þessu ári geta forsvarsmenn sjúkrahúsa heimsótt háskólasjúkrahúsið í Grønneköpingki til að fá góðar hugmyndir um umhverfisvænar lausnir í rekstrinum heimafyrir. Grønneköpingki er norræn sýndarveruleikaborg með 453.000 íbúum og háskólasjúkrahúsið þar verður ekki beinlínis áþreifanlegt. Þar verður engu að síður safnað saman dæmum um sjálfbærustu lausnirnar sem fyrirfinnast í rekstri sjúkrastofnana á Norðurlöndunum. Sjúkrahúsinu er ætlað að auðvelda rekstraraðilum að kynna sér slíkar lausnir og sjá hvar hægt sé að nálgast þær í raunheimum. Dómnefnd, sem skipuð er umhverfisstjórum nokkurra norrænna sjúkrastofnana, mun velja þær lausnir og þá söluaðila sem kynntir verða á þessum nýja vettvangi og upplýsingarnar verða uppfærðar árlega. Það er Nordic Center för Sustainable Healthcare sem stendur fyrir þessu verkefni, sem m.a. er fjármagnað af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni. Ætlunin er að sjúkrahúsið verði komið í fulla virkni árið 2021.
(Sjá frétt Aktuell Hållbarhet 11. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s