Framandi tegundir hafa óvænta aðlögunarhæfni á nýjum svæðum

Framandi tegundir virðast hafa meiri aðlögunarhæfni þar sem þær nema land en áður var talið, að því er fram kom í viðamikilli rannsókn sem sagt er frá í grein í vefritinu Nature Ecology and Evolution. Þessi uppgötvun kollvarpar fyrri hugmyndum um að tegundir séu líklegastar til að ná útbreiðslu á svæðum þar sem loftslag og aðrar aðstæður eru eins og á heimasvæðum þeirra. Framandi tegundir geta með öðrum orðum orðið ágengar þó að aðstæður á nýjum stað virðist óhagstæðar við fyrstu sýn og verið fljótari að aðlagast þar en á gamla staðnum. Jafnframt virðist þessi aðlögunarhæfni meiri hjá ræktuðum tegundum en villtum. Þetta kallar á breytingar á áhættumati vegna innflutnings tegunda, þar sem þetta eykur óvissu í spám um afdrif tegundar á nýju svæði. Jafnframt getur þetta torveldað beitingu lífrænna varna (e. biological control). Allt þetta gerir varnir gegn framandi ágengum tegundum flóknari og ómarkvissari en ella og getur þannig haft víðtæk áhrif á fæðuframleiðslu og viðnámsþrótt vistkerfa.
(Sjá frétt Science Daily í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s