Dvöl á strandsvæðum og á náttúrulegum svæðum utan þéttbýlis hafa meiri jákvæð áhrif á andlega líðan fólks en dvöl á grænum svæðum innan borgarmarka, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem sagt er frá í tímaritinu Environment & Behavior. Þá virðast heimsóknir í þjóðgarða og önnur friðuð svæði hafa jákvæðari áhrif ef aðgangur að þeim er ókeypis og öllum opinn. Áður hefur verið sýnt fram á að náttúruupplifun dragi úr streitu og bæti líðan fólks, en þetta er í fyrsta sinn sem greint er á milli áhrifa mismunandi svæða.
(Sjá frétt Science Daily 31. október).