Loftslagsáhrif svarts kolefnis tvöfalt meiri en talið var

utsläppSvart kolefni (sót) hefur tvöfalt meiri áhrif á loftslag en áður var talið og á meiri þátt í hlýnun jarðar en metan. Aðeins koltvísýringur skiptir meira máli í því sambandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem birt verður kl. 13:00 í dag og hefur að geyma niðurstöður úr fjögurra ára vísindarannsóknum. Sótið hefur mest áhrif til hlýnunar á Norðurheimskautssvæðinu, þar sem það dekkir ís og snjó og dregur úr endurkasti, en áhrif á úrkomu geta einnig verið töluverð, svo sem á Monsoon-svæðum. Tafarlausir aðgerðir til að draga úr losun sóts og annarra skammlífra loftslagsáhrifavalda eru samkvæmt þessu mun mikilvægari en áður var talið til að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum.
(Sjá frétt á heimasíðu UNEP í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s