WildLeaks gegn ólöglegum veiðum

The Big Cat Trade in Myanmar and ThailandWildLeaks, síða í anda WikiLeaks, hefur fengið 24 ábendingar um ólöglega veiði og ólöglega sölu á villtum dýrum síðan vefurinn var opnaður fyrir 3 mánuðum. Ólögleg viðskipti með villt dýr hafa aukist undanfarið en iðnaðurinn veltir árlega um 10-20 milljörðum bandaríkjadala (1.100-2.200 milljörðum ísl. kr.) sem gerir hann að fjórða stærsta svarta markaði heimsins á eftir eiturlyfjasölu, mansali og vopnaviðskiptum. Andrea Crosta, forsprakki síðunnar, segir WildLeaks vera mikilvægan vettvang fyrir fólk til að koma áleiðis upplýsingum um ólöglegt athæfi, þar sem yfirvöldum sé iðulega ekki treystandi vegna spillingar og mútuþægni. Ólögleg viðskipti með villt dýr tengjast oftar en ekki skipulögðum glæpasamtökum og því mikilvægt að nafnleynd heimildarmanna sé algjör. Hingað til hafa m.a. borist vísbendingar um ólöglegar fílaveiðar og fílabeinssölu í Hong Kong, veiðar á Súmatra tígrisdýrum, veiðar á hlébörðum og ljónum í Suður-Afríku, flutning simpansa frá Líberíu, ólöglegar fiskveiðar í Alaska og ólöglegan innflutning afrískra dýraafurða til Bandaríkjanna.
(Sjá frétt the Guardian 12. júní).