Örbylgjum breytt í rafmagn

ÖrbylgjufangariVísindamenn við Duke-háskóla hafa þróað búnað sem breytir örbylgjum í rafmagn sem nægir t.d. til að hlaða farsíma og önnur smærri raftæki. Búnaðurinn byggir á sömu grunnhugmynd og sólfangarar (e. solar cells), en í stað þess að nýta sólarljósið safnar hann orku úr rafsegulbylgjum í umhverfinu, svo sem frá gervihnöttum, örbylgjumöstrum og þráðlausum netkerfum. Með þessari tækni mætti m.a. húða loftplötur í herbergjum þannig að þær fangi bylgjur sem annars færu til spillis, sjá mælitækjum á afskekktum stöðum fyrir rafmagni eða hlaða farsíma með bylgjum frá nærliggjandi farsímamöstrum.
(Sjá frétt Science Daily 7. nóvember).