Fjárfestingabankinn Morgan Stanley opnaði á dögunum sérstaka stofnun um sjálfbærar fjárfestingar (Morgan Stanley Institute for Sustainable Investing), sem ætlað er að beina fjármagni viðskiptavina í verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun. Við þetta tækifæri komst Audrey Choi, forstjóri nýju stofnunarinnar, svo að orði að vandamálin sem við þurfum að leysa í sameiningu stækki ótrúlega hratt og að eina leiðin til að ná árangri sé að veita fjármagni í stórum stíl í lausnirnar. Hin nýja stofnun hyggst beina a.m.k. 10 milljörðum dollara (um 1.200 milljörðum ísl. kr.) í sjálfbærar fjárfestingar á næstu 5 árum og bjóða upp á sérstaka sjálfbærnimenntun fyrir fjárfesta, svo eitthvað sé nefnt.
(Sjá frétt Guardian 7. nóvember).
Morgan Stanley fjárfestir í sjálfbærni
2