Matvælafyrirtækið Nestlé er hæst á árlegum lista samtakanna Carbon Disclosure Project yfir frammistöðu 500 stærstu fyrirtækja heims í loftslagsmálum. Við röðun á listann er skoðað hvernig fyrirtækin taka tillit til loftslagsbreytinga í áætlunum sínum, hvernig þau mæla losun gróðurhúsalofttegunda, hversu gagnsæjar upplýsingar frá þeim eru og hvaða aðgerða þau hafa gripið til í því skyni að draga úr losun. Frá árinu 2001 hefur Nestlé tekist að helminga losun gróðurhúsalofttegunda á hvert tonn framleiðslu. Þá hafa aðgerðir Nestlé í Mexíkó vakið sérstaka athygli, en þar koma 85% af allri raforkunotkun fyrirtækisins frá vindmyllugarði.
(Sjá nánar í frétt EDIE 14. sept. sl).
Nestlé til fyrirmyndar í loftslagsmálum
3