BPA tengt við mígreni

Kona flaska BPABisfenól-A (BPA) kann að stuðla að mígreni ef marka má niðurstöður rannsóknar sem sagt var frá í tímaritinu Toxicological Sciences í síðasta mánuði. Þetta tengist því væntanlega að BPA líkir eftir kvenhormóninu estrógeni, en sveiflur í styrk estrógens í líkamanum eru einn þeirra þátta sem ýta undir tíðari, verri og þrálátari mígreniköst. BPA finnst enn í sumum matarílátum, einkum innan á niðursuðudósum og e.t.v. í plastbrúsum undir vatn, svo sem í svonefndum vatnsvélum. Rannsóknin sem um ræðir var gerð á rottum og leiddi í ljós marktækar hegðunarbreytingar sem líktust mígreni. Rottur sem fengu BPA hreyfðu sig t.d. minna en ella og urðu ljós- og hljóðfælnari.
(Sjá frétt Medical Daily 2. desember).

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s