Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu hefur tekið saman nokkur góð ráð til að hjálpa fólki að forðast varasöm efni sem kunna að leynast í eldhúsáhöldum og berast í matvæli ef ekki er farið að öllu með gát. Fyrsta og einfaldasta ráðið er að nota áhöld eingöngu til þess sem þau eru ætluð til. Þeir sem eru læsir á dönsku geta nálgast öll þessi góðu ráð á heimasíðu upplýsingamiðstöðvarinnar. Þar má finna ráð um potta, pönnur, form, matarumbúðir, mataráhöld, nestisbox og drykkjarbrúsa, svo eitthvað sé nefnt.
(Sjá frétt á forbrugerkemi.dk. 8. júní).