Sala á lífrænum vörum hefur þrefaldast á 10 árum

ÖmerkiðÁrið 2011 seldust lífrænt vottaðar vörur í heiminum öllum fyrir tæplega 63 milljarða dollara (um 8.000 milljarða ísl. kr.) sem var um 6,6% aukning frá árinu áður. Salan hefur þá u.þ.b. þrefaldast á síðustu 10 árum. Hvergi er markaðshlutdeild lífrænnar matvöru hærri en í Danmörku, en þar voru lífrænar vörur 7,6% af heildinni árið 2011. Útflutningur Dana á lífrænt vottuðum vörum vex sömuleiðis mjög hratt. Þannig var útflutningsverðmætið árið 2011 21% hærra en árið áður. Vaxandi eftirspurn á heimsmarkaði er talin fela í sér einstök tækifæri fyrir Dani hvað þetta varðar.
(Sjá frétt á økologi.dk 12. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s