Loftmengun tengd við geðklofa og einhverfu

autismLoftmengun kann að stuðla að geðklofa og einhverfu að því er fram kemur í rannsókn heilbrigðisdeildar Háskólans í Rochester í Bandaríkjunum. Mýs sem lifðu í menguðu lofti snemma á ævinni urðu fyrir skaðlegum breytingum í heila, þ.m.t. stækkun þess hluta heilans sem tengist einhverfu og geðklofa í mönnum. Mýsnar komu jafnframt illa út í mælingum á skammtímaminni, námsgetu og hvatvísi. Höfundar rannsóknarinnar segja niðurstöðurnar benda til að loftmengun geti ýtt undir einhverfu og önnur taugaþroskunarfræðileg frávik þar sem hún komi í veg fyrir eðlilega þroskun heilans. Niðurstöðurnar styðja fyrri vísbendingar um tengsl loftmengunar á fyrstu árum barna og einhverfu.
(Sjá frétt Science Daily 5. júní).