Lífræn flúorsambönd leka frá æfingasvæðum slökkviliða

UntitledVerulegt magn lífrænna flúorsambanda hefur fundist í drykkjarvatni og í fiskum á svæðum nálægt æfingasvæðum slökkviliða í Svíþjóð. Í rannsóknarverkefninu Re-Path á vegum sænska fyrirtækisins IVL kom í ljós að flúorsambandið PFOS (perflúoroktýlsúlfónat), sem notað var í slökkvifroðu á 8. og 9. áratug síðustu aldar, hefur borist í yfirborðsvatn í grennd við æfingasvæði slökkviliða. Í sveitarfélaginu Ronneby var vatnsbóli lokað af þessum sökum, enda er efnið talið vera hormónaraskandi, krabbameinsvaldandi og geta valdið lifrarbilun. PFOS hefur einnig fundist í fiski í stöðuvötnum í kringum Stokkhólm, og var styrkur efnisins í mörgum tilfellum langt yfir leyfilegum mörkum Evrópusambandsins. Efnið brotnar ekki niður í fiskum og í mönnum er helmingunartími um 8 ár.
(Sjá frétt á heimasíðu IVL 17. febrúar).

Flúorsambönd í möffinsformum

Möffinsform TænkÍ rannsókn neytendablaðsins Tænk í Danmörku kom í ljós að tvö af tíu möffinsformum sem skoðuð voru reyndust innihalda flúrsambönd, sem óttast er að geti verið skaðleg umhverfi og heilsu. Umrædd efnasambönd eru notuð til að gera formin fitu- og vatnsfráhrindandi. Þau geta safnast upp í líkamanum og hugsanlega stuðlað að krabbameinsvexti, ófrjósemi, ADHD o.fl. Ekki hefur verið sýnt fram á að flúorsambönd í matarumbúðum berist í matinn, en Dönsku neytendasamtökin (Forbrugerrådet) álíta engu að síður að efni af þessu tagi eigi ekkert erindi í matarumbúðir. Um er að ræða efnasambönd á borð við teflon, en flúor í tannkremi er allt annars eðlis.
(Sjá frétt á heimasíðu Tænk 30. nóvember).